Kleifar

Tjaldsvæði/Camping

Um okkur

Tjaldsvæðið Kleifar
Endilega kvittið í gestabókina

Tjaldsvæðið Kleifar stendur við Geirlandsveg 2,5km. frá Kirkjubæjarklaustri. Við tjaldsvæðið er fallegur foss sem heitir Stjórnarfoss og á góðviðrisdögum verður vatnið í Stjórninni svo heitt að hægt er að fá sér sundsprett. Á tjaldsvæðinu eru tvö vatnssalerni og kalt rennandi vatn, bekkir og borð. Stutt er á Kirkjubæjarklaustur þar sem hægt er að komast í matvöruverslun, veitingastaði og sundlaug svo eitthvað sé nefnt.


Tjaldsvæðið er opið frá 1.júní til 31.ágúst.


Mikið er af skemmtilegum merktum gönguleiðum í nágreni tjaldsvæðisins og fallegum stöðum til að skoða eins og til dæmis:

Kleifar camping site stands at Geirlandsvegur, 2,5 km from Kirkjubæjarklaustur. Near the camp site is a beautiful waterfall called Stjórnarfoss and when the weather is nice enough the water gets so warm that you can swim in it. The camp site has two toilets, cold running water, benches and tables  and it's a short way to Kirkjubæjarklaustur where there is a supermarket, a restaurant and a swimming pool, to name a few. 

The camp site is open from June 1st to August 31st.


There are a lot of fun marked trails in the camp sites neighborhood and beautiful places to see such as:

Kirkjugólf

Kirkjugólfið er í túninu rétt austan Kirkjubæjarklausturs og skammt frá Hildishaug. Þetta er u.þ.b. 80 m² jökul- og brimsorfinn stuðlabergsflötur, þar sem sést ofan á blágrýtissúlurnar. Þarna hefur aldrei staðið kirkja en engu öðru er líkara en flöturinn hafi verið lagður af manna höndum. Talið er að stuðlaberg myndist, þegar skrið hrauns stöðvast og það kólnar í kyrrstöðu og líklega í tengslum við gufu eða vatn. Kirkjugólf er friðlýst sem náttúruvætti.

Kirkjugólf is in a meadow just east of Kirkjubæjarklaustur and not far from Hildishaug. It's an approx. 80 m² expanse of columnar basalt, eroded and shaped by glaciers and waves. There has never been a church there but the plane looks as though it's man made. It's believed that columnar basalt is formed when lava flow gets cooled and contraction forces build up and has probably something to do with steam or water. Kirkjugólf is a protected natural?monument.

KapellanKapellan á Kirkjubæjarklaustri var vígð árið 1974 og byggð í minningu sr Jóns Steingrímssonar, þess klerks sem söng hina frægu Eldmessu, 20. Júlí 1783, í kirkjunni á Klaustri. Talið er að Eldmessan hafi stöðvað hraunstrauminn sem þá ógnaði byggðinni. Þar heitir nú Eldmessutangi, vestan Systrastapa. Kapellan stendur skammt austan við hinn gamla kirkjustað og eru arkitektar hennar þeir Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir. Prestbakki á Síðu er kirkjustaður, frá árinu 1859 er kirkja var lögð af á Kirkjubæjarklaustri. Á Prestbakka bjó sr Jón Steingrímsson eldklerkur (1728-1791).

The chapel at Kirkjubæjarklaustur was consecrated in 1974. It was built in the memory of reverend Jón Steingrímsson, fire cleric (1728-1791). He said the famous Eldmessa (Fire Mass) on July 20, 1783 in the church in Klaustur. . It is now called Eldmessutangi and is to the west of Systrastapi. The chapel is situated a little to the east of the old church site and the architects Helgi and Vilhjálmar Hjálmarsons. Prestbakki á Síðu is a church from the year 1859. At Prestbakki lived Rev. Jon Steingrimsson fire priest (1728-1791).

SystrastapiSystrastapi er klettastapi vestan við Klaustur. Þjóðsaga segir að uppi á stapanum sé legstaður tveggja klaustursystra sem áttu að hafa verið brenndar á báli fyrir brot á siðareglum. Önnur hafði selt sig fjandanum, gengið með vígt brauð fyrir náðhúsdyr og lagst með karlmönnum. Hin hafði talað óguðlega um páfann. Eftir siðaskiptin var seinni nunnan talin saklaus og á leiði hennar óx fagur gróður en á leiði hinnar seku var gróðurlaust.
Klifurfært fólk kemst upp á stapann en þaðan er mikið útsýni með jöklasýn.


SystravatnSystravatn er stöðuvatn uppi á fjallsbrúninni fyrir ofan Klaustur. Þangað gengu nunnurnar oft til að baða sig. Eitt sinn voru tvær þeirra að baða sig og sáu þær þá hönd koma upp úr vatninu með fögrum gullhring. Þær gripu til handarinnar en hurfu með henni niður í vatnið.


SystrafossSystrafoss heitir þar sem Fossá fellur úr Systravatni fram af fjallsbrúninni fyrir ofan Kirkjubæjarklaustur, ofan í Fossárgil. Fallegar gönguleiðir eru í nágrenni fossins og greið gönguleið er upp á fjallsbrúnina, að Systravatni. Ofan af brúninni er stórbrotið útsýni.Sönghellir


Frá tíma klausturhalds á Kirkjubæ eru mörg örnefni á staðnum: Má þar nefna Systrafoss, Systrastapa, Systravatn, Glennara, Sönghól, Sönghelli og fl. Skemmtilegar frásagnir eru einnig til sem flestar má telja til þjóðsagna og tengjast þessum stöðum. Má þar nefna söguna um Systrastapa þar sem talið er sekar nunnur , að þeirra tíma mælikvarða , hafi verið lagðar til hinstu hvíldar og a.m.k. tvær þjóðsögur tengjast Systravatni en þar eiga nunnur að hafa gengið til baða.
Í þjóðsögum er einnig sagt frá samskiptum nunnanna í Kirkjubæ og munkanna í Þykkvabæ í Álftaveri og heimsóknum þeirra að Kirkjubæ.
Sönghóll var fyrir sunnan Skaftá. Þar hófu munkarnir upp söng þegar þeir sáu heim til Kirkjubæjar. Ekki eru menn sammála um hvar Sönghóll er og eru nefndir til staðir í landi Nýjabæjar, Hæðargarðs og Hátúna.
Sönghellir er hins vegar uppi undir hömrunum í Klaustursfjalli nokkru fyrir vestan Systrafoss. Þegar nunnurnar heyrðu söng munkanna lét abbadísin hringja klukkum í klaustrinu.
Þá gengu nunnurnar upp í fjallið og tóku undir söng í Sönghelli og munkarnir handan árinnar á Sönghól. Að því búnu héldu nunnurnar niður að Skaftá til móts við munkanna og fóru mikinn. Þær hittu síðan munkanna á svonefndum Glennurum, sem eru flatirnar vestan Kirkjumýrar þar sem nú stendur Kirkjubæjarskóli og Hótel Kirkjubæjarklaustur.

Hér erum við

 


View My Saved Places in a larger map
Flettingar í dag: 277
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 487
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 707051
Samtals gestir: 141050
Tölur uppfærðar: 2.8.2021 12:46:37

Tjaldsvæði

Nafn:

Kleifar

Farsími:

8617546

Heimilisfang:

Geirlandsvegur (Mörk)

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Heimasími:

4874675

Um:

Tjaldsvæðið Kleifar stendur við Geirlandsveg 2,5km. frá Kirkjubæjarklaustri. Við tjaldsvæðið er fallegur foss sem heitir Stjórnarfoss og á góðviðrisdögum verður vatnið í Stjórninni svo heitt að hægt er að fá sér sundsprett. Á tjaldsvæðinu eru tvö vatnssalerni og kalt rennandi vatn, bekkir og borð. Stutt er á Kirkjubæjarklaustur þar sem hægt er að komast í matvöruverslun, veitingastaði og sundlaug svo eitthvað sé nefnt.

Tenglar

This page in english
clockhere