Kleifar

Tjaldsvæði/Camping

Færslur: 2012 Ágúst

02.08.2012 16:33

Á Döfinni um verslunarmannahelgina 2012

Á Döfinni

um verslunarmannahelgina 2012

á  Kirkjubæjarklaustri og nágrenni,

 

Laugardagurinn 4. ágúst

Kl.13:00-18:00 Sveitamarkaður í Tunguseli í Skaftártungu.

Handverk, kaffisala, vöfflur og fl..

 

Kl.14.00 Hlutavelta í matsal Kirkjubæjarskóla á Kirkjubæjarklaustri.

Miðaverði  stillt í hóf og engin núll.

Allur ágóði rennur til  tækjakaupa fyrir Heilsugæslustöðina á Kirkjubæjarklaustri.

Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps og Kvenfélagið Hvöt

 

Sunnudagurinn 5. ágúst

Kl. 14:00  Guðsþjónusta í Bænhúsinu á Núpsstað.

Séra Ingólfur Hartviksson predikar og þjónar fyrir altari.  Kristján Gissurarson frá Eiðum leikur á orgel. Félagar úr kórum prestakallsins leiða söng.

 

Kl. 21:00 Kvöldganga  um Kirkjubæjarklaustur með ferðaþjónustufyrirtækinu Slóðum. Ekkert þátttökugjald. Gangan hefst við  Kaffi Munka, við Systrafoss,  og endar við íþróttavöllinn á Kleifum  um kl. 10:30

 

Kl.22:30  Kvöldskemmtun við íþróttavöllinn á Kleifum. Brekkusöngur, brenna og flugeldasýning.  Hljómsveitin "Dalton" leiðir brekkusönginn. Björgunarsveitin Kyndill sér um flugeldasýningu.

 

Kl.24:00  Dansleikur með hljómsveitinni "Dalton" í félagsheimilinu  Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Húsið opnar kl. 23.00. Aldurstakmark 16 ára. Miðaverð kr. 3000.

 

Styrktaraðilar að dagskrá verslunarmannahelgar 2012 á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni:  Farfuglaheimilið Hvoll, Ferðamálafélag Skaftárhrepps, Hótel Geirland, Hótel Klaustur, Islandia Hótel Núpar, Kirkjubæjarstofa, Skaftárhreppur, Slóðir, Vatnajökulsþjóðgarður.

 

Velkomin í Skaftárstofu - Kirkjubæjarklaustri

 

Upplýsingamiðstöð ferðamanna, sýning  um náttúru og sögu Skaftárhrepps

og Vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Kvikmyndin Eldmessa,  frítt inn.

Friður og frumkraftar

Kirkjubæjarstofa

Skaftáreldar ehf

Skaftárhreppur

Vatnajökulsþjóðgarður

www.klaustur.is

  • 1

Hér erum við

 


View My Saved Places in a larger map
Flettingar í dag: 145
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 207
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 658325
Samtals gestir: 131535
Tölur uppfærðar: 10.4.2021 14:38:51

Tjaldsvæði

Nafn:

Kleifar

Farsími:

8617546

Heimilisfang:

Geirlandsvegur (Mörk)

Staðsetning:

Kirkjubæjarklaustur

Heimasími:

4874675

Um:

Tjaldsvæðið Kleifar stendur við Geirlandsveg 2,5km. frá Kirkjubæjarklaustri. Við tjaldsvæðið er fallegur foss sem heitir Stjórnarfoss og á góðviðrisdögum verður vatnið í Stjórninni svo heitt að hægt er að fá sér sundsprett. Á tjaldsvæðinu eru tvö vatnssalerni og kalt rennandi vatn, bekkir og borð. Stutt er á Kirkjubæjarklaustur þar sem hægt er að komast í matvöruverslun, veitingastaði og sundlaug svo eitthvað sé nefnt.

Tenglar

This page in english
clockhere